Heil umferð í Pepsi-deild kvenna í kvöld
Heil umferð fer fram í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld en þá hefst áttunda umferð deildarinnar. Þór/KA tekur
á móti Þrótti R. á Þórsvelli kl. 18:30 en norðanstúlkur hafa verið í fínu formi í síðustu leikjum eftir
slæma byrjun. Þór/KA hefur unnið tvo leiki í röð og heldur í við toppliðin, en liðið er í fjórða sætinu með
12 stig, sjö stigum á eftir toppliði Vals. Þróttur R. er í fallbaráttu með fimm stig í áttunda sæti og því þurfa
bæði liðin á þremur stigum að halda í kvöld.
Leikir kvöldsins í Pepsi-deild kvenna:
Fylkir-ÍBV kl. 18:00 Fylkisvöllur
Þór/KA-Þróttur R. kl. 18:30 Þórsvöllur
Valur-KR kl. 19:15 Vodafonevöllurinn
Stjarnan-Grindavík kl. 19:15 Stjörnuvöllur
Afturelding-Breiðablik kl. 19:15 Varmárvöll