Heil umferð í Pepsi-deild kvenna í kvöld
Heil umferð fer fram í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Á Þórsvelli mætast Þór/KA og Stjarnan kl. 18:30. Stjarnan
situr í þriðja sæti deildarinnar með níu stig, þremur stigum meira en Þór/KA sem er í fjórða sæti. Fyrirfram var
þessum tveimur liðum spáð 2.-3. sætinu á eftir Valsstúlkum. Þór/KA hefur hins vegar farið illa af stað í sumar og leikurinn
í kvöld er algjör lykilleikur hjá þeim norðlensku til að missa ekki toppliðin lengra frá sér.
Leikir kvöldsins í Pepsi-deildinni:
KR-ÍBV 18:00 KR-völlur
Þór/KA-Stjarnan 18:30 Þórsvöllur
Þróttur R.-Grindavík 19:15 Valbjarnarvöllur
Fylkir-Breiðablik 19:15 Fylkisvöllur
Afturelding-Valur 19:15 Varmárvöllur