Heil umferð í 1. deild karla í dag

KA og Haukar mætast í Boganum í dag kl. 16:00 í fjórðu umferð 1. deildar karla í knattspyrnu. KA hefur byrjað deildina af krafti og er sem stendur í öðru sæti deildarinnar með sjö stig, tveimur stigum á eftir toppliði ÍA. Haukar, sem léku í úrvalsdeild í fyrra, eru í fjórða sæti með sex stig.

 

Heil umferð fer fram í 1. deildinni í dag. Leikir dagsins eru eftirfarandi:

 

Grótta-BÍ/Bolungarvík 14:00 Gróttuvöllur

KA-Haukar 16:00 Boginn

HK-Þróttur R. 20:00 Kópavogsvöllur

Fjölnir-ÍR 20:00 Fjölnisvöllur

Leiknir R.-Selfoss 20:00 Leiknisvöllur

ÍA-Víkingur Ó. 20:00 Akranesvöllur

Nýjast