Heil umferð í 1. deild karla í dag

Heil umferð fer fram í dag í 1. deild karla í knattspyrnu. Á Kópavogsvelli tekur HK á móti KA og hefst leikurinn kl. 14:00.

KA-menn hafa byrjað deildina vel, liðið er í þriðja sæti með fjögur stig eftir tvo leiki og hefur mætt tveimur liðum sem spáð var góðu gengi í sumar, ÍR og Leikni. HK situr hins vegar í næstneðsta sæti með eitt stig. 

Leikir dagsins í 1. deild karla: 

Víkingur-Grótta

HK-KA

Selfoss-ÍA

ÍR-Haukar

BÍ/Bolungarvík-Fjölnir

 

Þróttur R.-Leiknir R.

Nýjast