Heiður að stýra elsta sjónvarpsþætti landsins

„Þetta er toppurinn á tilverunni fyrir mig sem hef áhuga á því að vinna efni fyrir krakka, með krökkum,“ segir Sigyn.
Akureyrska fjölmiðlakonan Sigyn Blöndal er nýr umsjónarmaður Stundarinnar okkar. Sigyn hefur starfað á Rúv í tæpt ár en hún byrjaði á Rás 1 við að framleiða krakkaþættina Saga hugmyndanna og Saga hlutanna, ásamt því að framleiða heimilda-og fléttuþætti fyrir útvarpið. Stundin okkar verður með öðru sniði í haust en undanfarin ár. Sigyn segir verkefnið spennandi en rætt er við hana í prentútgáfu Vikudags.
-Vikudagur, 11. ágúst.