Heiðar Þór líklega í raðir Akureyrar
Hornamaðurinn Heiðar Þór Aðalsteinsson mun líklega ganga í raðir Akureyrar Handboltafélags og leika með liðinu í N1-deildinni
í vetur. Heiðar lék með Val síðasta tímabil þar sem hann varð meðal annars bikarmeistari með liðinu. Samkvæmt heimildum
Vikudags mun verða gengið frá málunum í dag og að öllum líkindum mun Heiðar fara með Akureyrarliðinu á æfingamót
í Þýskalandi sem fram fer seinni partinn í vikunni. Fyrir hafði línumaðurinn Ásgeir Jónsson gengið í raðir Akureyrar.