Dagskrá: Kl. 10.30-11.00: Reiðhjólafólk safnast saman við Glerárskóla. Hjólað verður um hverfið og hverfisbúar minntir á hátíðina. Kl. 11.00-13.00: Hverfishátíðin við Glerárskóla. Tombóla, andlitsmálun, veitingar, tónlistaratrið frá 2. og 4 bekk í Glerárskóla, hraðskákmót, fornbílar og fleira. Myndir af Glerárþorpinu verða til sýnis á kaffihúsinu og er fólk hvatt til að koma með gamlar ljósmyndir með sér ef þær eru til. Kl. 13:00: Gönguferð um Glerárhverfi með leiðsögn í boði Minjasafns Akureyrar. Lagt af stað frá Glerárskóla og endað við Glerárvirkjun. Kl. 13.00-14.00: Glerárvirkjun opin fyrir almenning. Starfsmaður frá Norðurorku verður á staðnum og veitir upplýsingar um virkjunina.
Veitingar:
Kaffi og vöfflur verða til sölu og rennur ágóði í ferðasjóð nemenda 10. bekkjar í Glerárskóla og allir fá fríar pylsur og Svala.