Haukur Heiðar yfirgefur KA - Í viðræðum við KR
Haukur Heiðar Hauksson fyrirliði KA í knattspyrnu hefur ákveðið að yfirgefa félagið í haust og mun vera í
viðræðum við KR um mögulegan samning. Þetta staðfesti Haukur við Vikudag rétt í þessu. Einnig hafa fleiri lið haft samband við hann en
samkvæmt heimildum Vikudags hefur KR lagt mikið kapp á að semja við bakvörðinn og því ekki ólíklegt að hann leiki í
Vesturbænum næsta sumar.
Haukur á 91 leik að baki fyrir KA og skorað í þeim 8 mörk en hann var fjarri góðu gamni síðustu þrjá leiki félagsins vegna meiðsla.