Haukur Heiðar sennilega úr leik
Haukur Heiðar Hauksson fyrirliði KA í knattspyrnu er sennilega úr leik það sem eftir er tímabils. Haukur varð fyrir ökklameiðslum í
leiknum gegn Víkingi Ó. á laugardaginn var og varð að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik. "Þetta lítur ekki vel út og
ég reikna með að hann verði ekki meira með í sumar," sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari KA, en ekki náðist í Hauk
sjálfan.
Tvær umferðir eru eftir í deildinni en KA á leik gegn ÍA á útivelli um næstu helgi og svo heimaleik gegn BÍ/Bolungarvík á heimavelli í lokaumferðinni.