Haukur Heiðar í raðir Íslandsmeistara KR

Haukur Heiðar Hauksson hefur gengið til liðs við Íslands-og bikarmeistara KR en frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. Haukur er tvítugur bakvörður og hefur leikið með meistaraflokki KA frá árinu 2007. Félagaskiptin hafa legið í loftinu í nokkurn tíma en nú hefur KR náð samkomulagi við bæði Hauk og KA. Samningurinn er til þriggja ára og gildir út leiktíðina 2014. Haukur hefur skorað átta mörk í 91 bikar- og deildarleik með KA og var fyrirliði liðsins í sumar. Hann hefur einnig leikið sjö leiki með U19-landsliðinu.

Nýjast