Haukar lögðu KA-menn í Boganum
Haukar náðu forystunni í leiknum eftir tólf mínútna leik. Gestirnir fengu þá dæmda aukaspyrnu utan teigs vinstra meginn. Úr aukaspyrnunni rataði boltinn á kollinn á Hilmari Rafni Emilssyni sem skallaði boltann í netið. 0:1.
Haukar fengu svo réttilega dæmda vítaspyrnu tíu mínútum síðar er Sandor Matus markvörður KA braut á leikmanni Hauka sem var sloppinn einn í gegn. Fyrirliði Hauka, Hilmar Trausti Arnarsson, fór á vítapunktinn og skoraði af öryggi. Haukar með 2:0 forystu eftir rúman tuttugu mínútna leika.
Leikurinn hafði verið frekar jafn til þess en Haukar mun hættulegri fram á við. Gestirnir voru virkilega baráttuglaðir og heimamenn í KA fengu lítinn frið til þess að skapa eitthvað. KA-menn voru í bullandi vandræðum í vörninni og voru sundurspilaðir af sóknarmönnum Hauka hvað eftir annað. Jakob Hafsteinsson kom í veg fyrir að heimamenn lentu þremur mörkum undir er hann bjargaði á línu eftir rúman hálftíma leik, eftir flotta sókn hjá Haukum.
Staðan 2:0 í hálfleik, gestunum í vil.
KA-menn voru meira með boltann í upphafi síðari hálfleiks, en líkt í þeim fyrri náðu heimamenn lítið að skapa hættu við mark Hauka, sem gáfu heldur eftir í seinni hálfleik enda með þægilega forystu. Það gerðist því lítið í leiknum framan af seinni hálfleik sem einkenndist af miðjumoði.
Leikurinn fjaraði út og eftir bragðdaufan seinni hálfleik urðu lokatölur, 2:0 sigur gestanna.