Hátt í 300 keppendur á AMÍ

Rúmlega 270 sundmenn frá 13 félögum eru skráðir til leiks á Aldursflokkameistaramót Íslands í sundi (AMÍ) sem hefst í Sundlaug Akureyrar í kvöld og stendur fram á sunnudag. Keppt er í fjórum aldursflokkum frá 12 ára og yngri og upp í 17-18 ára.

Sundfélagið Óðinn heldur mótið í samvinnu við Sundsamband Íslands. AMÍ er hápunkturinn í sundlífinu ár hvert og markar lokin á sundtímabilinu. Ná þarf ströngum lágmörkum til að öðlast keppnisrétt og því kemur saman á mótinu sterkasta sundfólk landsins í hverjum aldursflokki.

Nýjast