Hátíðardagskrá í Samkomuhúsinu

Á morgun býður Leikfélag Akureyrar til hátíðardagskrár í Samkomuhúsinu í tilefni 40 ára afmælis félagsins sem atvinnuleikhúss. Flutt verða ávörp, dagskrá ársins kynnt,  saga leikfélagsins rifjuð upp og boðið upp á kaffi og konfekt. Þá verður gestum boðið að ganga um Samkomuhúsið og kanna króka þess og kima undir leiðsögn starfsfólks.

Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Dagskráin hefst kl. 17:00 og verður húsið opið til 19:00.

Nýjast