Hátíð hafsins á Húsavík: Haldin langt inni í landi!
Sjómannadagurinn fer í hönd. í dag laugardag er dagskrá með hefðbundnu sniði á Húsavík, skemmtisigling, kappróður, reiptog, pylsugrill og fleira.
Um kvöldið er svo sjómannahófið, eða Hátíð hafsins, haldin fjarri ströndum, þ.e. í Ýdölum í Aðaldal. Þar er reyndar ekki í kot vísað, en væntanlega hefur reynst ómögulegt að útvega húsnæði til hátíðarhaldsins nær sjávarmáli en þetta. JS