Kennsluhermirinn mun einnig nýtast starfsfólki á Sjúkrahúsinu á Akureyri hvort sem það eru læknar, læknanemar eða hjúkrunarfræðingar. Kennsluhermir skapar því ákveðin námstækifæri í klínísku umhverfi án þess að valda sjúklingum óþægindi eða jafnvel stofna þeim í hættu. Kennsluhermir sem þessi er mjög dýr og mun samstarfsnefnd HA og FSA koma á laggirnar vinnuhópi til að halda áfram með söfnun til að geta keypt ofangreindan hermi. Styrkurinn frá háskólasjóði KEA er því dýrmæt byrjun á þessu verkefni og þar með er grunnurinn lagður að frekari fjáröflun. Þetta kemur fram á vef FSA.