Harmar áhugaleysi alþingismanna á stöðu landsbyggðarinnar

Aðalfundur samtakanna Landsbyggðin lifi, sem haldinn var á Ketilási í Fljótum um helgina, harmar áhugaleysi alþingismanna á stöðu landsbyggðarinnar. Enginn þeirra sá ástæðu til að mæta á fundinn sem fjallaði um opinbera þjónustu á landsbyggðinni.

Umræðan var boðuð með góðum fyrirvara til alþingismanna með aðalfundaboði samtakanna, segir ennfremur í ályktun fundarins. Vefsíða samtakanna er: http://landlif.is

Nýjast