Harmar að íslensk stjórnvöld hafi brugðið fæti fyrir uppbyggingu álvers á Bakka

Frá Húsavík. Mynd: Hörður Geirsson.
Frá Húsavík. Mynd: Hörður Geirsson.

Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Húsavíkur og nágrennis harmar að íslensk stjórnvöld hafi brugðið fæti fyrir uppbyggingu álvers Alcoa á Bakka og þannig stöðvað framgang stærstu einstöku atvinnuuppbyggingar á Norðurlandi frá upphafi.

Sveitarfélög í Þingeyjarsýslum hafa í góðri samvinnu við Alcoa unnið að undirbúningi verkefnisins af heilindum síðast liðin 6 ár með það að markmiði að treysta grundvöll byggðar í Þingeyjarsýslum og snúa við neikvæðri atvinnu- og íbúaþróun síðustu áratuga. Á undanförnum  þremur árum hafa núverandi stjórnvöld gert nánast allt til að tefja framgang verkefnisins í þeim, sem virðist, eina tilgangi að fæla Alcoa frá. Nú er ljóst að það hefur tekist og hefur Alcoa sagt sig endanlega frá verkefninu.

Sjáfstæðisfélag Húsavíkur minnir á sameiginlega viljayfirlýsingu sveitarfélaganna og núverandi stjórnvalda um að orkan í Þingeyjarsýslum skuli nýtt í héraði til frekari atvinnuuppbyggingar, hvort heldur sem um mörg smærri verkefni verða fyrir valinu eða færri og stærri. Þingeyingar munu ekki vhvika frá þeirri kröfu, nú sem fyrr Sjálfstæðisfélag Húsavíkur og nágrennis skorar á stjórnvöld að standa við stóru orðin um „stórfellda atvinnuuppbyggingu“ í Þingeyjarsýslum, segir yfirlýsingu aðalfundarins.

Nýjast