Harður árekstur varð nú í hádeginu á mótum Kaupvangsstrætis og Drottningarbrautar á Akureyri. Tveir fólksbílar skullu þar saman á umferðarljósum. Lögregla er að störfum á slysstað og getur ekki veitt nánari upplýsingar að svo stöddu. Rúv sagði fyrst frá þessu.