Harður árekstur á Akureyri
Harður árekstur varð á gatnamótum Þingvallarstrætis og Dalsbrautar á Akureyri um klukkan átta í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu leituðu ökumaður og farþegar í annari bifreiðinni á slysadeild með minniháttar meiðsl. Nokkuð mikil umferð var á þessum tíma á og við gatnamótin.
Lögreglan á Akureyri óskar eftir að ná tali af mögulegum vitnum að árekstrinum. Lögreglan vill koma á framfæri að hægt sé að hafa samband með einkaskilaboðum á Facebook eða á lögreglustöðina á Akureyri í síma 444 2800.