12. nóvember, 2008 - 22:41
Fréttir
Betur fór en á horfðist þegar tveir fólksbílar lentu í hörðum árekstri á gatnamótum Glerárgötu og Tryggvabrautar
á Akureyri í kvöld. Ekki urðu alvarleg slys á fólki en áreksturinn var svo harður að annar bíllinn kastaðist yfir gangstétt og
hafnaði upp á steyptum kanti við þvottaplan Olís við Tryggvabraut.
Báðir bílarnir skemmdust mikið og eru óökuhæfir. Mikill hálka er á götum Akureyrar og því full ástæða fyrir
ökumenn að fara varlega.