Fyrsta sending af bitafiski sem fyrirtækið Arcticus Sea Products á Hjalteyri framleiðir er nú á leið til Nígeru og verður þar á boðstólum í verslunum í höfuðborginni Abuju. Fiskurinn verður seldur í 50 gramma neytendapakkningum og er þetta í fyrsta sinn svo vitað sé að harðfiskur frá Íslandi er seldur í slíkum pakkningum beint til neytenda þar í landi. Nígería er stórt land með um 170 milljónir íbúa.
Það var ákveðið að láta á þetta reyna, sjá hvernig viðtökur verða og hvort framhald verður á, segir Rúnar Friðriksson framleiðslustjóri Arcticus Sea Products. Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Vikudags.