Handverksmaður ársins og sölubás ársins á Handverkshátíð

Þriðja degi Handverkshátíðar á Hrafnagili er lokið og hafa 13.000 gestir heimsótt hátíðina. Sýningin í ár einkennist af fjölbreyttum og vönduðum sýningarbásum. Hefð er fyrir því að veita verðlaun fyrir handverksmann ársins og sölubás ársins á Handverkshátíð.  

Guðrún Bjarnadóttir var valin handverksmaður ársins og Hólmfríður Arngrímsdóttir fékk verðlaun fyrir sölubás ársins. Þá ákvað dómnefnd að veita Bjarna Helgasyni sérstök Hvatningarverðlaun en Organelle er hönnunar- og silkiþrykks verkefni Bjarna sem hefur það að markmiði að sameina myndlist, hönnun, náttúru og handverk. Handverkshátíðinni líkur í dag, mánudaginn 8. ágúst og er opið frá kl. 12.00-19.00.

Nýjast