Handknattleikskonur hita upp fyrir veturinn

Handknattleiksvertíðin hjá konunum fer senn að hefjast og um helgina fer fram Errea-mótið í meistaraflokki kvenna. Um er að ræða æfingamót sem haldið er á Seltjarnarnesi í kvöld og á morgun, laugardag.

Liðin sem taka þátt eru Grótta, HK, ÍBV og KA/Þór, en norðanliðið sendir lið til leiks í N1-deildinni í vetur eftir eins árs fjarveru. Leikjafyrirkomulagið er þannig að öll lið spila við alla.

Leikjaplan Errea-mótsins

Föstudagur:

Kl. 18:45. Grótta-HK

Kl. 20:30. ÍBV-KA/Þór

Laugardagur:

Kl. 11:30. Grótta-ÍBV

Kl. 13:15. HK-KA/Þór

Kl. 15:00. ÍBV-HK

Kl. 16:45. KA/Þór-Grótta

Í mótslok verða veitt verðlaun fyrir sigurliðið, besta leikmann, markahæsta leikmann, besta varnarmann og besta sóknarmann. Þess má geta að frítt er á alla leikina.

Nýjast