Handboltinn byrjar í kvöld

Keppni í efstu deild karla í handknattleik byrjar í kvöld, fimmtudag, með þremur leikjum en deildin heitir nú Olís-deildin. Akureyri fær Íslandsmeistara Fram í heimsókn og hefst leikurinn kl. 19:00 í Íþróttahöllinni. Bæði lið mæta til leiks með nokkuð breytt lið frá því í fyrra.

Akureyri hefur fengið til liðs við sig þá Gunnar K. Malmquist Þórsson frá Val, Halldór Loga Árnason frá ÍR, Kristján Orra Jóhannsson frá Gróttu, Vladimir Zejak frá Rk Crvenka í Serbíu og Þránd Gíslason frá Aftureldingu. Liðið hefur hins vegar misst þá Ásgeir Jóhann Kristinsson til Víkings, Geir Guðmundsson og Guðmund Hólmar Helgason til Vals, Halldór Örn Tryggvason og Stefán Guðnason til Hamranna og Odd Gretarsson til TV Emsdetten í Þýskalandi.

Nýjast