Hamast við hótelið á Húsavík

Nýbyggingin er hin glæsilegasta og fólk þegar farið að gista á efstu hæðinni. Myndin var tekin s.l. miðvikudag. Mynd: JS
Það er handagöngur í öskjunni þessa dagana við Fosshótel Húsavík og aðeins nokkrir dagar þar til nýbyggingin verður tekin formlega í notkun. Búið er að malbika allt í kringum hótelið, verið að helluleggja og mála útvortis og raunar allt á fullu hvert sem litið er.
Byrjað er að brúka hluta byggingarinnar og gestir þegar farnir að gista í á efstu hæð hennar, svo sem merkja má á gluggatjöldum herbergja þar. JS