Hallgrímur bestur hjá KA

Hallgrímur Mar Steingrímsson var valinn besti leikmaður KA í 1. deildinni í knattspyrnu í sumar í lokahófi félagsins sl. helgi. Það voru leikmenn, þjálfarar og stjórn knattspyrnudeildarinnar sem stóðu að valinu. Hallgrímur var einnig valinn bestur af Vinum Móða, stuðningsmönnum félagsins. Hallgrímur var markahæsti leikmaður KA í sumar með sjö mörk en hann átti einnig flestar stoðsendingar, eða átta talsins. Þá var Fannar Hafsteinsson var valinn efnilegasti leikmaðurinn. 

Nýjast