Halldór Logi til ÍR

Línumaðurinn Halldór Logi Árnason frá Akureyri er gengin í raðir ÍR sem leikur í 1. deild.  Fram kemur á heimasíðu ÍR að Halldór hafi skrifað undir tveggja ára samning við félagið, en Halldór fékk lítið að spreyta sig í vetur með Akureyrarliðinu.

Norðanmenn höfðu þegar samið við línumanninn Ásgeir Jónsson frá Aftureldingu, auk þess sem Hörður Fannar Sigþórsson verður áfram.

Nýjast