Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað Halldór Jónsson forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri til að gegna embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Alls voru sautján umsækjendur um embættið.
Halldór hefur verið í leyfi frá störfum á Akureyri og hefur Bjarni Jónasson gegnt stöðinni á meðan. Halldór átti upphaflega að koma til starfa við FSA 1. febrúar, en því hefur ítrekað verið frestað.
Staða forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri verður væntanlega auglýst laus til umsóknar á næstunni.
Bjarni Jónasson segir á heimasíðu FSA að hann hafi fallist á að gegna starfi forstjóra þar til skipað verður í stöðuna, sem væntanlega verður í lok ágúst.