Halldór í úrslit á X-leikunum

Halldór Helgason.
Halldór Helgason.

Snjóbrettakappinn Halldór Helgason frá Akureyri er kominn í úrslit í myndbandakeppni bandarísku X-leikanna. Í keppninni þurfa snjóbrettakapparnir að taka upp myndband af sér leika listir sínar á snjóbretti inní borg eða bæ og er myndband Halldórs allt tekið upp hérlendis. Halldór er fyrsti Evrópubúinn til þess að taka þátt í keppninni en aðeins átta bestu snjóbrettaköppum heims er boðin þátttaka.Hægt er að kjósa myndband Halldórs á vef RÚV til 29. janúar.

Þá verður Halldór einnig á meðal sextán keppenda sem taka þátt í Big Air keppni bandarísku X-leikanna sem fram fer föstudaginn 27. febrúar í bænum Aspen í Colorado–fylki en Halldór vann þá keppni árið 2010. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Nýjast