Hallar á konur í lokuðu prófkjöri Pírata
Alls tólf manns hafa gefið kost á sér til prófkjörs á lista Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar 2016. Frestur til að bjóða sig fram er runninn út. Talsverður kynjahalli er á meðal frambjóðenda eða tíu karlar gegn tveimur konum.
Kosið verður fyrir næstu mánaðamót í rafrænu lokuðu prófkjöri meðal skráðra félagsmanna í Píratapartýinu. Aðeins þeir sem hafa lögheimili í kjördæminu og höfðu skráð sig í Pírata áður en frestur rann út geta greitt atkvæði til að hafa áhrif á uppröðun. Fresturinn rann út fyrir um ellefu dögum.
Þau sem hafa boðið sig fram til prófkjörs eru eftirfarandi í stafrófsröð:
Albert Gunnlaugsson, Siglufjörður
Björn Þorláksson, Akureyri.
Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, Akureyri.
Gunnar Ómarsson, Akureyri.
Gunnar Rafn Jónsson, Húsavík.
Guðrún Ágústa Þórdísardóttir, Akureyri.
Hans Jónsson, Akureyri.
Helgi Laxdal, Svalbarðsströnd.
Kristín Amalía Atladóttir, Hjaltastaðaþingá.
Stefán Valur Víðisson, Egilsstöðum.
Sveinn Guðmundsson, Reykjavík.
Sævar Þór Halldórsson, Djúpivogur.