Hálka og óveður á Öxnadalsheiði og Mývatnsöræfum

Stormurinn um norðan- og austanvert landið sem gengur smámsaman niður í dag, einkum þegar líður á daginn. Él verða norðvestantil og á hæstu fjallvegum, skafrenningur að auki s.s. á Bröttubrekku, Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði. Á Hellisheiði mun einnig ganga á með éljum í dag, en vindur hefur þegar gengið þar mikið niður, segir í ábeningu frá veðurfræðingi á vef Vegagerðarinnar. Hálkublettir eru á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Annars er að mestu autt á Suðurlandi en þó hálkublettir á örfáum leiðum. Hálka og skafrenningur er á Bröttubrekku og hálka á Holtavörðuheiði þar sem einnig er óveður. Hálkublettir eru svo víðast hvar á Snæfellsnesi en þó er hálka á Vatnaleið. Á Vestfjörðum er hálka, snjóþekja eða þæfingur. Á Gemlufallsheiði er hálka og skafrenningur, ófært er svo á öðrum fjallvegum á Vestfjörðum. Hálkublettir og éljagangur er á Ströndum. Á Norðurlandi vestra eru hálkublettir nokkuð víða. Norðaustanlands er hálka og óveður á Öxnadalsheiði og Mývatnsöræfum. Óveður er einnig á Víkurskarði en þar er snjóþekja. Á öðrum leiðum eru víða hálkublettir eða hálka. Austanlands er hálka á Oddskarði en hálkublettir og óveður á Möðrudalsöræfum og Fjarðarheiði.Greiðfært er víða á láglendi.

Nýjast