Hálka og éljagangur á Öxnadalsheiði og hálka á Víkurskarði

Á Norðurlandi vestra er óveður og hálkublettir eru milli Blönduós og Skagastrandar. Snjóþekja og skafrenningur er á Þverárfjalli og hálkublettir á Vatnsskarði. Krapasnjór er á Siglufjarðarvegi. Á Norðurlandi eystra er hálka og éljagangur á Öxnadalsheiði, hálka á Víkurskarði en meiri snjóþekja og él er austar dregur. Beðið er með mokstur á Hófaskarði vegna veðurs. Á Austurlandi er snjóþekja eða krapi á Möðrudalsöræfum, Fjarðarheiði, á Oddsskarði, Breiðdalsheiði og Öxi. Hálkublettir eru á Fagradal. Ófært er um Hellisheiði eystri. Snjóþekja eða krapi er víða á Vestfjörðum. Hálka og óveður er á Gemlufallsheiði og slæmt ferðaveður. Beðið er með mokstur á Klettshálsi vegna veðurs. Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði eru enn ófærar. Vegir eru auðir á Suðurlandi og eins á Vesturlandi nema hvað hálka er víða á Snæfellsnesi og hálkublettirá Bröttubrekku, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.


Nýjast