Haldið upp á 30 ára afmæli kvennaframboðanna

Vorið 1982 buðu konur fram til bæjarstjórnarkosninga á Akureyri og í Reykjavík með góðum árangri.  Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna á morgun, miðvikudaginn  8. mars verður haldið upp á 30 ára afmæli kvennaframboðanna á Hótel Kea. Þar munu fulltrúar kvennaframboðsins á Akureyri ásamt fleirum gefa innsýn í það samfélag sem kvennaframboðin spruttu úr og áhrif þeirra á sýnileika kvenna í stjórnmálum, stjórnmálaumræðu og samfélagið.

Dagskrá hefst kl. 16:20 með stuttum ávörpum en síðan verður opið fyrir umræður og spurningar til kvennaframboðskvenna. Ávörp flytja: Kristín Ástgeirsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Birgir Guðmundsson og Þóra Ákadóttir. Í pallborði sitja: Karólína Stefánsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Ingibjörg Auðunsdóttir og Rósa Júlíusdóttir.

 

Nýjast