Hafnarstrætis hnífamaður rauf skilorð

Maðurinn sem stakk annan mann í Hafnarstræti á föstudag var á skilorði. Með hífstungunni á föstudag rauf hann skilorð og hefur hann nú hafið afplánun.  

Hnífstungumaðurinn sem er á fimmtugsaldri komst í kast við löginn árið 2006 og var þá sakaður um að hafa stungið konu á Húsavík í bakið hafa hellt bensíni yfir hana með það að augnamiði að kveikja í henni,  hafa líka  reynt að stinga mann sem hún var með, láta undir höfuð leggjast að bjarga þeim úr brennandi húsinu, og  hafa ógna lögreglu með hnífi. Hann var sýknaður af öllum þessum ásökunum. Hann fékk hins vegar dóm fyrir að vera með af fíkniefnum á sér á skemmtistaðnum Amor á Akureyri.
Maðurinn sem varð fyrir hnífstungunni á föstudag er á batavegi

Nýjast