Hafnargleði á Þórshöfn á laugardag
Hafnar- og Bárugleði verður haldin á Þórshöfn n.k. laugardag 16. júlí. Herlegheitin hefjast klukkan 13 en þá verður m.a. listsýning í gamla salthúsinu (undir Bárunni) og leikir og keppni fyrir krakka á kayökum.
Klukkan 15 flytur Ragnar, nýi tónlistarkennarinn, lifandi tónlist ásamt nokkrum nemendum tónlistarskólans. Báran býður krökkum að 15 ára aldri frítt að borða. Kl. 16 verður svo gleðidans og diskó fyrir yngri krakka.
22:00 verður starfræktur útibar og LÚXUS frá Húsavík spilar til kl. 03:00. Flestir viðburðirnir verða utandyra við höfnina. Enginn aðgangseyrir, frítt á alla viðburði.
Hafnargleðin er styrkt af Ísfélaginu og Bárunni. HG/js