Hafna ásökunum um spillingu

Í yf­ir­lýs­ingu sem odd­vit­ar meiri­hlut­ans í bæjarstjórn Ak­ur­eyrar sendu frá sér í kvöld seg­ir að ávirðing­um sem fram hafa komið um ann­ar­leg sjón­ar­mið sé ein­fald­lega vísað til föður­hús­anna. Eins og sagt frá í dag sakaði Sigurður Guðmundsson fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akureyri bæjarráð Akureyrar um spillingu í ferlinu þegar bærinn seldi KEA hlut sinn í fjárfestingafélaginu Tækifæri hf. fyrir 120 miljónir króna. Ásakanirnar koma fram í pistli sem Sigurður ritaði á Facebook-síðu sína.

„Það má alltaf gera bet­ur í störf­um sín­um og það er eðli­legt að rætt sé með gagn­rýn­um hætti um sölu á hluti sem þess­um. Af þeim sök­um er ferlið í nán­ari skoðun. Al­var­leg­ar ávirðing­ar sem hafa verið sett­ar fram á hend­ur bæj­ar­full­trú­um eða öðrum, sem komu að þessu ferli, dæma sig sjálf­ar enda eiga þær sér ekki stoð í veru­leik­an­um,“ segja odd­vit­ar meirihlutans í yf­ir­lýs­ing­unni. 

Málið verður tekið fyr­ir bæj­ar­ráði í næstu viku og verður í kjöl­farið send út yf­ir­lýs­ing vegna máls­ins.

Nýjast