Hafa áhyggjur af vatnsverndarsvæðum í kringum Hlíðarfjall

Rúv greinir frá því að ekki verði hægt að stækka skíðasvæðið í Hlíðarfjalli til suðurs eða norðurs, jafnvel þó reksturinn verði boðinn út til einkaaðila eins og hugmyndir hafa verið um. Baldur Dýrfjörð, lögfræðingur og staðgengill forstjóra sendi bæjarráði erindi 28. September sl. Fyrir hönd Norðurorku þar vakin er athygli á því að vatnsverndarsvæði eru allt í kringum fjallið, sem takmarkar möguleika til stækkunar.
Bæjarráð tók erindið fyrir á fundi á fimmtudag. Í erindinu lýsir Baldur áhyggjum forsvarsmanna fyrirtækisins vegna fyrirætlana um að bjóða út reksturinn á skíðasvæðinu. Í bréfinu lýsir lögfræðingur fyrirtækisins, Baldur Dýrfjörð, áhyggjum forsvarsmanna þess af áætlunum um útboð á einkarekstri fjallsins.
Vara við starfsemi inn á vatnsverndarsvæði
Þá er sérstaklega vísað til þess að gert sé ráð fyrir að skíðalyftur verði reistar inn á vatnsverndarsvæði, þar sem engin starfsemi sé í dag. „Með hagsmuni vatnsverndarsvæðanna og þar með bæjarbúa og atvinnurekstrar á svæðinu er ekki hægt að fallast á neina frekari starfsemi innan vatnsverndarsvæðanna og mikilvægt að möguleg stækkun skíðasvæðisins fari fram á öðrum svæðum en vatnsverndarsvæðunum. Einnig er mikilvægt að möguleg aukning í starfsemi og eða stækkun svæðisins ýti ekki undir hættuna á umferð um eða við vatnsverndarsvæðin heldur þvert á móti að fullt tillit sé tekið til vatnsverndarinnar í öllu skipulagi svæðisins,“ segir í erindinu frá Norðurorku.
„Það þýðir náttúrulega, ef þar á að setja lyftur og væntanlega skíðabrekkur að þá kemur umferð snjótroðara og mögulega snjósleða og fleira. Það er það sem við erum að minna á og vara við,“ segir Baldur Dýrfjörð í samtali við RÚV.
Baldur segir jafnframt að Norðurorka geti ekki fallist á frekari starfsemi á vatnsverndarsvæðinu og bendir á að Norðurorka hafi áður í samráði við heilbrigðiseftirlitið lagst gegn því að haldnir séu sérstakir viðburðir inn á því svæði.
Frétt RÚV má lesa hér