Hækka laun í Vinnuskólanum um 50%

Unglingar í Vinnuskólanum í Eyjafjarðarsveit hækka verulega í launum.
Unglingar í Vinnuskólanum í Eyjafjarðarsveit hækka verulega í launum.

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar ákvað á fundi nýverið að hækka laun í vinnuskólanum um 50% frá því í fyrra. Tímakaup fyrir 16 ára unglinga í sumar er 966 kr. á tímann, 15 ára unglingar fá 770 kr. og 14 ára 695 kr., auk orlofs.

Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit, segir þetta vera liður í því að ná fram markmiðum sem sveitarstjórn setti sér á vinnufundi sl. vetur um að efla starf og fræðslu fyrir unglinga sem eru að stíga sín fyrstu spor á vinnumarkaði en nánar er rætt við Ólaf í prentútgáfu Vikudags.

-Vikudagur, 2. júní

Nýjast