Umhverfis- og orkurannsóknarsjóður Orkuveitu Reykjavíkur var settur á fót árið 2006 og hefur tvívegis verið úthlutað styrkum
frá sjóðnum, árin 2007 og 2008. Sjóðurinn veitir styrki til rannsóknarverkefna háskólafólks á sviðið umhverfis- og
orkumála. Hann er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, samkvæmt stofnskrá, en fagleg umsjón hans er í sameiginlegri umsjón sex háskóla
auk eigandans: HÍ, HR, LHÍ, Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskólans á Bifröst og Jarðhitaskóla Íslands.
Á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur 21. nóvember sl. var ákveðið að bjóða Háskólanum á Akureyri aðild að
sjóðnum. Í því felast engar fjárhagslegar skuldbindingar af hálfu skólans en hún mun gera vísindafólki og nemendum
skólans kleift að sækja um styrki úr sjónum. Aðildinni fylgir að rektor HA taki sæti í Vísindaráði sjóðsins.
Ráðgert er að auglýsa eftir styrkumsóknum vegna styrkveitinga ársins 2009 á næstu vikum.