GV gröfur með lægra tilboðið í framkvæmdir við Daggarlund
Tvö tilboð bárust í verkið; Daggarlundur - gatnagerð og lagnir, en tilboðin voru opnuð hjá framkvæmdadeild Akureyrarbæjar í gær.
Fyrirtækið GV gröfur ehf. átti lægra tilboðið, rúmar 28,6 milljónir króna, eða um 77% af kostnaðaráætlun, sem
hljóðaði uppá rúmar 37,2 milljónir króna.
G. Hjálmarsson hf. bauð tæpar 29,2 milljónir króna, eða um 78% af kostnaðaráætlun. Það eru framkvæmdadeild og Norðurorka sem standa fyrir útboðinu en um er að ræða jarðvegsskipti og lagningu fráveitu- og vatnslagna í Daggarlund og í Brálund að hluta. Heildarlengd gatna er um 200 m. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. september nk. Daggarlundur er ný gata milli Miðhúsabrautar og Eikarlundar en þar hafa verið auglýstar 16 einbýlishúsalóðir. Brálundur tengir Miðhúsabraut og Skógarlund.