Gunnar Már: Skelfileg dómgæsla
Gunnar Már Guðmundsson leikmaður Þórs var ósáttur í leikslok eftir 0:3 tap norðanamanna gegn Val á Þórsvelli í
kvöld í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Hann vandaði ekki dómara leiksins, Valgeiri Valgeirssyni, kveðjurnar í samtali við Vikudag eftir leik. „Ef
einhver leikmaður myndi sína svona frammistöðu eins og þessi dómari í kvöld myndi hann aldrei komast í liðið aftur. Í dag var
hann algjörlega skelfilegur. Í þriðja markinu veifar línuvörðurinn rangstöðu, við stoppum allir en dómarinn lætur leikinn
halda áfram og við fáum mark í hausinn,” sagði Gunnar.
„Þetta er ein versta frammistaða hjá dómara sem ég hef upplifað og hvert einasta vafaatriði féll með þeim. En við getum ekki skellt allri skuldinni á hann. Við vorum lélegir í dag og það er erfitt að rífa sig upp eftir þetta”.
Tapið í kvöld er það fyrsta hjá Þór síðan í lok maí, en liðið hefur verið á góðri siglingu undanfarið.
„Þetta er endirinn á góðu tímabili hjá okkur en við megum ekki láta þetta brjóta okkur niður og verðum bara að gíra okkur upp fyrir leikinn á laugardaginn gegn Breiðablik,” sagði Gunnar Már.