Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri var oftast strikaður út í sveitarstjórnarkosningunum sl. laugardag samkvæmt upplýsingum frá yfirkjörstjórninni á Akureyri. Alls strikuðu 58 yfir nafn Gunnars.
Þórhallur Jónsson hjá Sjálfstæðisflokki og Hilda Jana Gísladóttir oddviti Samfylkingarinnar koma þar á eftir en 26 strikuðu yfir þeirra nöfn. 25 strikuðu yfir nafn Dagbjartar Elínar Pálsdóttur hjá Samfylkingunni og 14 strikuðu yfir nafn Guðmundar Baldvins Guðmundssonar oddvita Framsóknarflokksins.
Athygli vekur að allir nema einn frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins voru strikaður út, en samkvæmt upplýsingum frá yfirkjörstjórninni er ekki algengt að sjá slíkar útstrikanir hjá einum flokki.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk langflestar útstrikanir eða samtals 121, hjá Samfylkingunni voru 70 útstrikanir, hjá L-listanum 41 útstrikanir, 26 útstrikanir voru hjá Framsóknarflokknum, 10 útstrikanir hjá Vinstri grænum og 6 útstrikanir hjá bæði Miðflokknum og Pírötum.