Gulleyjan í fullum gangi hjá Leikfélagi Akureyrar

Stórsveitin Hundur í óskilum mætir að nýju með Sögu þjóðar í Samkomuhúsið.
Stórsveitin Hundur í óskilum mætir að nýju með Sögu þjóðar í Samkomuhúsið.

Sýningar á sjóræningjaleikritinu Gulleyjunni eru enn í fullum gangi hjá Leikfélagi Akureyrar. Aðsóknin hefur verið mjög góð og mörg þúsund gestir komið á sýninguna. Einnig eru gagnrýnendur sammála um að þetta sé kraftmikil og stórskemmtileg fjölskyldusýning. Um er að ræða frægustu sjóræningjasögu allra tíma í nýrri íslenskri leikgerð eftir Karl Ágúst Úlfsson og Sigurð Sigurjónsson. Valinn hópur leikara fara þarna á kostum og þar er Björn Jörundur Friðbjörnsson fremstur meðal jafningja í hlutverki Langa-Jóns Silvurs.

Gulleyjan er ævintýraleg sýning fyrir alla fjölskylduna, full af galdri, gulli, græðgi, bardögum, blekkingum, talandi páfagaukum, kostulegum persónum og eldfjörugri tónlist eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson. Sýningar munu halda áfram langt inn í aprílmánuð.

Saga Þjóðar

Stórsveitin Hundur í óskilum fer í gegnum Íslandssöguna á hundavaði í tali og tónum. Sýningin minnir helst á sirkus eða uppistand. Notuð eru hin ýmsu hljóðfæri, eldhúsáhöld og önnur hjálpartæki í þessum tónlistargjörningi. Sýningin fékk stórkostlegar viðtökur þegar hún var sýnd hjá leikfélaginu fyrr í vetur og komust færri að en vildu. Sýningin ferðaðist suður og heillaði leikhúsgesti sunnan heiða upp úr skónum. Nú býðst leikhúsgestum á Akureyri annað tækifæri á að sjá þessa tæru snilld! Sýnt aðeins um páskahelgina hjá Leikfélagi Akureyrar.

Afinn

Einn ástsælasti leikari þjóðarinnar Sigurður Sigurjónsson birtist hér í nýjum sprenghlægilegum íslenskum einleik sem fær áhorfendur til að veltast um af hlátri. Afinn er hlýlegt gamanverk með stórt hjarta. Verkið verður sýnt 12. ,13., 21. og 22.april hjá Leikfélagi Akureyrar. Miðasala og frekari upplýsingar um sýningar er að finna á leikfelag.is og í síma 4 600 200.

 

 

 

Nýjast