Guðrún nýr formaður Leikfélags Húsavíkur

Kolbrún Ada Gunnarsdóttir fráfarandi formaður og Guðrún Einarsdóttir sem er nú tekin við formennsku …
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir fráfarandi formaður og Guðrún Einarsdóttir sem er nú tekin við formennsku í Leikfélagi Húsavíkur. Aðsend mynd.

Aðalfundur Leikfélags Húsavíkur fór fram á þriðjudagskvöld þar sem ný stjórn var kjörin. Nýir félagar bættust einnig í hópinn en þeim hefur fjölgað nokkuð undan farin ár og eru í dag um 110 talsins. Nýr formaður var einnig kjörin, Guðrún Einarsdóttir tekur við af Kolbrúnu Ödu Gunnarsdóttur sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Hún var í stjórn áður síðan haustið 20017. Guðrún fær leikhúsáhugan frá foreldrum sínum sem bæði voru virkir þátttakendur í félaginu frá því á áttunda áratugnum og faðir hennar hefur marg oft setið í stjórn og tekur enn virkan þátt í starfinu. „Ég hef verið í leikfélaginu frá því ég var krakki, eiginlega frá því að ég fæddist hreinlega,“ segir hún og bætir við að nýverið hafi fundist gömul gestabók í Flókahúsi en þar hafi Guðrún skrifað nafnið sitt 6 ára gömul.

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 


Athugasemdir

Nýjast