Guðrún leiðir samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga
Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri, hefur verið skipaður formaður samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga. Samráðshópur sem kveðið var á um í búvörulögum sem samþykkt voru í haust er nú fullskipaður. Fulltrúum afurðastöðva, atvinnulífsins, bænda, launþega og neytenda er með þessu tryggð aðild að endurskoðun búvörusamningana. Hópnum ber að ljúka vinnu sinni fyrir árslok 2018.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskaði eftir tilnefningum í hópinn sem nú er skipaður eins og hér segir:
- Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir formaður, skipuð af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
- Róbert Farestveit, tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands
- Helga Jónsdóttir, tilnefnd af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja
- Sindri Sigurgeirsson, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands
- Björgvin Jón Bjarnason, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands
- Elín Heiða Valsdóttir, tilnefnd af Bændasamtökum Íslands
- Ólafur Arnarson, tilnefndur af Neytendasamtökunum
- Andrés Magnússon, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins
- Elín Margrét Stefánsdóttir, skipuð af atvinnuvega og nýsköpunarráðuneyti
- Jóna Björg Hlöðversdóttir, skipuð af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
- Björg Bjarnadóttir, skipuð af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
- Ögmundur Jónasson, skipaður af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti