Guðmundur Hólmar í úrvalsliðið
Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Akureyrar, var valinn í úrvalsliðið á Opna Norðurlandamóti U20 í handbolta sem fram fór í Noregi á dögunum. Hann var jafnframt markahæsti leikmaður mótsins með 18 mörk í þremur leikjum, ásamt einum leikmanni Tékka. Íslenska liðinu gekk afar illa á mótinu og tapaði öllum sínum þremur leikjum, gegn Norðmönnum 24-36, gegn Svíum 24-33 og Tékkum 26-31. Geir Guðmundsson og Ásgeir Jóhann Kristinsson, frá Akureyri, voru einnig í hópnum en Geir skoraði 11 mörk á mótinu.