Guðmundur bauð lægst í hafnar- framkvæmdir í Grímsey

Guðmundur K. Guðlaugsson á Dalvík, átti lægsta tilboð í verkið; harðviðarbryggja og skutaðstaða í Grímsey en tilboð voru opnuð í morgun. Tilboð Guðmundar hljóðaði upp á rúmar 16,6 milljónir króna, eða um 65% af kostnaðaráætlun en alls bárust fjögur tilboð í verkið. Kostnaðaráætlun Siglingastofnunar var upp á um 25,3 milljónir króna.  

Fyrirtækið Elín ehf. á Sauðárkróki átti næst lægsta tilboð, tæpar 18,8 milljónir króna, eða rúmlega 74% af kostnaðaráætlun. Vélaverkstæði Sigurðar Bjarnasonar í Grímsey bauð um 25,5 milljónir króna og Íslenska Gámafélagið í Reykjavík rúmar 40,7 milljónir króna. Byggja á 119 fermetra harðviðarbryggju, þar sem m.a. á að steypa 21 metra landvegg og 28 fermetra skutaðstöðu úr harðviði og steypa 5,5 metra landvegg, fyrir Grímseyjarferjuna Sæfara.

Nýjast