Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í að leiða lista Framsóknarflokksins fyrir komandi sveitastjórnarkosningar í vor. Þetta staðfestir Guðmundur Baldvin í samtali við Vikudag en hann hefur legið undir feldi undanfarnar vikur.
Guðmundur er á sínu öðru kjörtímabili í bæjarstjórn Akureyrar en hann kom fyrst inn í bæjarstjórn árið 2010.
Rætt verður við Guðmund Baldvin í Vikudegi sem kemur út á fimmtudaginn.