24. janúar, 2010 - 01:51
Fréttir
Guðmundur Baldvin Guðmundsson hlaut 66% gildra atkvæða í fyrsta sæti í prófkjöri Framsóknarmanna á Akureyri. Petrea Ósk
Sigurðardóttir varð í öðru sæti. Alls greiddu 1.106 einstaklingar atkvæði í prófkjörinu sem var opið öllum þeim sem
kosningarétt hafa í sveitarfélaginu í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara þann 29. maí nk. Gild atkvæði voru 1.064 en auð og
ógild 42.
Kosið var í sex efstu sætin og varð niðurstaða prófkjörsins þessi, eftir að tekið hafði verið tillit til óska
frambjóðenda og laga Framsóknarflokksins um kynjakvóta:
1. sæti Guðmundur Baldvin Guðmundsson
2. sæti Petrea Ósk Sigurðardóttir
3. sæti Sigfús Karlsson
4. sæti Erlingur Kristjánsson
5. sæti Guðlaug Kristinsdóttir
6. sæti Sigríður Bergvinsdóttir