Guðlaugur tekinn við KA/Þór-Liðið leikur í N1-deildinni á ný

Guðlaugur Arnarsson, varnarjaxlinn í liði Akureyrar, hefur verið ráðinn þjálfari KA/Þórs í handbolta kvenna fyrir næsta vetur. Honum til aðstoðar verður Martha Hermannsdóttir og mun hún einnig leika með liðinu.

Þá mun KA/Þór taka þátt í N1-deild kvenna að nýju næsta vetur eftir eins árs hlé. Að sögn Erlings Kristjánssonar, formanns félagsins, er mikill metnaður hjá félaginu að gera góða hluti í efstu deild næsta vetur. Liðið verður byggt á heimastúlkum en leit stendur yfir að markverði.

Nýjast